fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

433
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 25. febrúar 2025 var tekin fyrir greinargerð framkvæmdastjóra KSÍ, dags. 25. febrúar 2025, sem barst nefndinni skv. grein 21.2 í lögum KSÍ. Kærðu var veittur vikufrestur til þess að skila greinargerð og frekari gögnum með bréfi, dags. 25. febrúar 2025. Greinargerðir bárust frá öllum kærðu innan frests.

Um er að ræða leik frá síðasta sumri þegar Reynir Sandgerði og Selfoss áttust við þann 16 ágúst á síðasta ári. Þar vann Selfoss 1-4 sigur og tóku veðmálasíður eftir óeðlilegum veðmálum í leiknum.

Í greinargerð framkvæmdastjóra KSÍ sem barst aga- og úrskurðarnefnd þann 25. febrúar 2025 kemur fram að málið varði meint brot fjögurra leikmanna […], á gr. 6.2 laga KSÍ, gr. 4.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og gr. 1.d. staðalsamnings KSÍ í X. kafla reglugerðar KSÍ um félagsskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Með greinargerð sinni óskaði framkvæmdastjóri þess að aga- og úrskurðarnefnd tæki málið til skoðunar og ákvarðaði hvort beita skuli viðurlögum gegn kærðu í samræmi við 44. gr. laga KSÍ og reglugerðum sambandsins.

Samkvæmt greinargerð framkvæmdastjóra KSÍ er málið tilkomið vegna ábendingar sem barst KSÍ þann 18. ágúst 2024 um grunsamleg atvik í leik […] gegn […] sem fram fór í 2. deild karla þann […] ágúst 2024 á […]. Leikurinn endaði […] fyrir […] og öll mörkin komu í síðari hálfleik leiksins.

Samkvæmt ábendingu til KSÍ var mikið veðjað á „over goal“ eftir 40. mínútu leiksins og ýmis atvik úr leiknum þóttu grunsamleg. Skrifstofa KSÍ áframsendi ábendinguna til samstarfsaðila sinna í heilindamálum, Genius Sport (GS) og UEFA.

Þau svör bárust frá GS þann 21. ágúst 2024 að umræddur leikur hafi verið merktur (e. flagged) hjá þeim vegna veðmála sem fóru fram á meðan á leik stóð. Eftir að starfsmenn GS höfðu yfirfarið atvik leiksins í kjölfar ábendingar KSÍ ákváðu starfsmenn GS að færa leikinn upp í hæsta áhættustig (e. Red grading) og framkvæma frekari greiningu á leiknum sem og veðmálum sem fram fóru á meðan á leik stóð.

Skýrsla sem var unnin sérstaklega um leikinn af hálfu GS innihélt ýmsar ábendingar um óeðlilega umferð veðmála á meðan á leik stóð og frammistöðu einstakra leikmanna í tengslum við mörk og önnur atvik sem sköpuðu færi í leiknum. Á það var bent af hálfu GS að mikið hafi verið veðjað á sigur […] með tveimur mörkum eða fleirum og að fimm mörk eða fleiri yrðu skoruð í leiknum.

Þrátt fyrir að […] hafi verið álitið líklegra til að sigra leikinn fyrir fram þá þótti greining GS á leiknum og framvindu hans ekki styðja við þá þróun veðmála sem varð á meðan á leik stóð. Þá var jafnframt á það bent að veðbankinn Pinnacle lokaði fyrir bein veðmál áður en leik var lokið sem gæti bent til þess að áhyggjur hafi verið til staðar um heilindi þessa leiks.

Í samantekt GS má finna greiningu á atvikum í leiknum þar sem kærðu koma við sögu og þykja samkvæmt greiningu GS sérstök, m.a. með hliðsjón af varnartilburðum, staðsetningu og ákvörðunum leikmanna. Samkvæmt skýrslu GS er þó ekki um að ræða sönnun þess að einstaka
leikmenn hafi verið viðriðnir eitthvað misjafnt heldur kemur fram að verið sé að benda á atvik sem tilefni þykir til að skoða nánar. Þau atvik sem eru tekin saman beinast einkum að því hvernig mörk leiksins eru tilkomin og sérstaklega á það bent af hálfu GS að […] hafi, a.m.k. að einhverjum hluta, átt þátt í […] mörkum sem liðið fékk á sig.

KSÍ barst svar frá UEFA þann 27. ágúst 2024 þar sem finna mátti samantekt frá Sportradar um leikinn. Þar kom fram að ástæða þætti til að hafa áhyggjur vegna fjölda veðmála á tap […] með þremur mörkum eða fleirum og að skoruð yrðu fimm mörk eða fleiri í leiknum. Fjöldi veðmála á þessi úrslit þóttu óeðlileg þar sem þau jukust skyndilega, þrátt fyrir að staðan hafi enn verið 0-0 í hálfleik. Þá var á það bent í samantekt Sportradar að veðbankinn Bet365 lokaði fyrir bein veðmál
á 69. mínútu leiksins. Þá mátti jafnframt finna lýsingu á lykil atvikum innan leiksins með hliðsjón af þætti einstaka leikmanna í þeim. Líkt og í skýrslu GS beinast þessi atvik einkum að mörkum sem […] fékk á sig í leiknum á 25 mínútna kafla.

Í greinargerð framkvæmdastjóra KSÍ er að miklu leyti vísað til þeirra skýrslna og gagna sem lágu fyrir og þess óskað að aga- og úrskurðarnefnd taki mál þetta til skoðunar og ákvarði með hliðsjón af gögnum málsins hvort beita skuli viðurlögum í samræmi við 44. gr. laga KSÍ og/eða samkvæmt öðrum reglugerðum sambandsins. Með greinargerð framkvæmdastjóra KSÍ fylgdi upphafleg ábending til KSÍ, samskipti KSÍ við GS og UEFA ásamt skýrslu GS og samantekt Sportradar. Þá var að lokum að finna vefslóð á myndbandsupptöku af leiknum milli […] og […] sem fram fór […] ágúst 2024.

Kærðu var veittur sjö daga frestur til að skila greinargerðum með bréfi dags. 25. febrúar 2025. Kærðu A og B skiluðu greinargerð samdægurs, kærði D skilaði greinargerð sinni 26. febrúar 2025 og kærði C skilaði greinargerð sinni þann 3. mars 2025.

Kærði A kvaðst í greinargerð sinni meðvitaður um alvarleika málsins en að það hafi komið honum á óvart að vera bendlaður við mál sem þetta. Kvaðst hann ekki hafa komið nálægt neinni háttsemi á borð við hagræðingu úrslita.

Kærði B hafnaði öllum ásökunum á hans hendur í greinargerð sinni. Kærði benti á að knattspyrna væri hraður leikur þar sem mistök ættu sér stað og það væri ósanngjarnt að bendla leikmann við hagræðingu úrslita út frá mistökum. Í greinargerð kærða er bent á að í málinu liggi engar raunverulegar sannanir fyrir heldur sé málið byggt á tölfræðilegri greiningu á veðmálum o frammistöðu leikmanna. Kærði telur engar sannanir liggja fyrir um ásetning til þess að hagræða úrslitum eða hagnast á veðmálum að öðru leyti. Kærði fór fram á að máið yrði unnið af sanngirni og kvaðst reiðubúinn til að veita frekari upplýsingar og aðstoð ef þess væri óskað.

Kærði D kvaðst reiðubúinn til að veita allar upplýsingar sem óskað væri af hálfu aga- og úrskurðarnefndar. Kærði benti á í greinargerð sinni að allir leikmenn gerðu mistök og neitaði að hafa átt hlut í hagræðingu úrslita.

Kærði C hafnaði öllum ásökunum um meint brot sín. Kærði benti á í greinargerð sinni að mörk leiksins hafi að mestu verið tilkomin vegna mistaka annarra leikmanna og að hann hafi ekki haft stjórn á þeirri atburðarrás sem leiddi til markanna. Kærði benti jafnframt á að liðið hafi átt erfitt uppdráttar og frammistaða oft verið slæm. Þá framvísaði kærði yfirliti yfir reikninga sína til að sýna fram á að hann tæki ekki þátt í veðmálum og hefði engra hagsmuna að gæta af meintum brotum. Af hálfu kærða var bent á að engin gögn lægju fyrir um þátttöku hans í meintum brotum og kvaðst hann reiðubúinn til að veita allar upplýsingar sem óskað væri eftir í þágu málsins.

Úrskurðarorð:
A, B, C og D skulu ekki sæta viðurlögum vegna meintra brota sem vísað var til í greinargerð framkvæmdastjóra KSÍ, dags. 25. febrúar 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea styrkti stöðu sína í baráttu um Meistaradeildarsæti með sigri á Spurs

Chelsea styrkti stöðu sína í baráttu um Meistaradeildarsæti með sigri á Spurs
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Úlfur Arnar las það á netinu að það ætti að reka hann úr starfinu – „Ég hélt að þetta væri ljótt slúður“

Úlfur Arnar las það á netinu að það ætti að reka hann úr starfinu – „Ég hélt að þetta væri ljótt slúður“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var tári næst þegar hann var að kveðja í janúar

Var tári næst þegar hann var að kveðja í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru þeir sjö aðilar sem komu að því að kaupa Hafliða og Magnús út

Þetta eru þeir sjö aðilar sem komu að því að kaupa Hafliða og Magnús út
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hefja viðræður við enska stórliðið

Hefja viðræður við enska stórliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skelfileg tíðindi fyrir Arsenal

Skelfileg tíðindi fyrir Arsenal