Mohamed Salah er enn áhugasamur um að fara til Sádi-Arabíu í sumar. Telegraph fjallar um málið.
Salah er að eiga eitt sitt besta tímabil með Liverpool frá því hann kom fyrir átta árum en er að verða samningslaus í sumar og getur þá farið frítt.
Félagið og stuðningsmenn vona ólmnir að Egyptinn verði áfram. Búið er að bjóða honum nýjan samning en hann hefur ekki enn skrifað undir.
Salah hefur lengi verið orðaður við Sádí og segir Telegraph að viðræður eigi sér enn stað reglulega milli fulltrúa hans og deildarinnar. Þá er hann sem fyrr segir sagður áhugasamur.