Steven Gerrard ætlar sér ekki að fara aftur í þjálfun alveg strax, hann fagnar hvíldinni og fríinu eftir erfiða tíma.
Gerrard var rekinn frá Al-Ettifaq í Sádí Arabíu fyrr á þessu ári, hann hafði þá verið í starfi í 18 mánuði.
Áður stýrði hann Rangers og Aston Villa. „Ég vil ekki vinna þessa stundina,“ segir Gerrard núna.
„Ég er nýlega hættur og nýt þess að vera frjáls, vera með fjölskyldunni og ekki upplifa stressið.“
„Ég fer aftur í starf einn daginn, ég vil núna bara vera frjáls og gera venjulega hluti.“
„Ég mun skella mér í golf og kíkja út á næturlífið, eitthvað sem maður getur ekki þegar maður er í starfi.“