fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Viðurkennir að traustið sé farið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 10:54

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, viðurkennir að hann átti sig á að hluti stuðningsmanna sé búinn að missa traustið til hans.

Ástralinn tók við Tottenham fyrir síðustu leiktíð og fór vel af stað en síðan hefur farið að halla undan fæti. Liðið er nú fast í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar, dottið úr báðum bikarkeppnunum á Englandi en er að vísu enn með í Evrópudeildinni.

Stuðningsmenn hafa áður látið óánægju sína í ljós á heimavelli Tottenham og Postecoglou meira að segja rifist við einhverja þeirra.

„Það liggur enginn vafi á því að stór hluti stuðningsmanna hefur ekki jafnmikla trú og áður á því sem við erum að gera. Þeim leist á það sem þeir sáu í fyrra en það sama hefur ekki verið uppi á teningnum í ár,“ segir Postecoglou.

„Ég er samt mjög bjartsýnn ennþá. Ég held að við komumst yfir þetta og verðum mun betri. Ef við gerum það verðum við sterkari en áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus

Ætlar að njóta þess að vera atvinnulaus
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Ég vona að eiginmaður þinn drepist“

„Ég vona að eiginmaður þinn drepist“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkenna mistök sín eftir hið groddaralega brot

Viðurkenna mistök sín eftir hið groddaralega brot