Bernardo Silva skilur ekkert í því af hverju fólk er byrjað að gagnrýna aldur leikmanna Manchester City eftir nokkuð slæmt gengi í vetur.
Silva var spurður út í þessa gagnrýni í viðtali hjá Sky Sports en hann hlær sjálfur af þessum sögum og segir ekkert til í þeim.
Portúgalinn bendir á að hann sé sjálfur aðeins þrítugur í dag og á nóg eftir á ferlinum líkt og aðrar stjörnur félagsins.
,,Segðu mér, hvaða leikmaður? Gefðu mér nöfn. Þetta kemur frá fólki sem skilur ekki leikinn,“ sagði Silva.
,,Ég er 30 ára gamall og Mateo Kovacic er á sama aldri, þú ert ekki að tala um 36 ára gamla leikmenn.“
,,Við höfum upplifað fjóra til sex slæma mánuði og allt í einu erum við of gamlir eða ekki nógu góðir.“