fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, er ánægður með veturinn hjá sínum mönnum og er spenntur fyrir að takast á við ærið verkefni í Bestu deild karla á komandi leiktíð.

Tímabilið fer senn að hefjast og var KR spáð 4. sæti af formönnum, þjálfurum og fyrirliðum, en þetta var opinberað á kynningarfundi deildarinnar í dag. Óskar er að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil með KR, eftir að hafa tekið við á miðri leiktíð í fyrra.

video
play-sharp-fill

Óskar ræddi við 433.is á fundinum og sagði hann að meginmarkmið KR væri að brúa það mikla bil sem myndast hefur frá þeim og upp í Bestu lið landsins.

„Sæti hefur litla þýðingu fyrir okkur. Við erum á þeim stað í dag að við þurfum að brúa bil sem hefur myndast á milli okkar og bestu liðanna. Það er ærið verkefni og ég held það sé hollt að horfa á það. Hversu hratt og hvers mikið við getum minnkað þetta bil verður bara að koma í ljós,“ sagði hann.

Leikmannahópur KR hefur tekið miklum breytingum í vetur, margir komið og farið, en segir Óskar að það sé ekki að sjá miðað við stöðuna á liðinu fyrir komandi leiktíð.

„Þú veist aldrei fyrr en á hólminn er komið en miðað við veturinn sé ég miklar framfarir á liðinu. Mér finnst við vera komnir miklu lengra og miklu nær því að vera liðið sem við viljum vera, vera nær sjálfsmyndinni sem við erum með sem lið. Það sem hefur gerst innan vallar hefur verið mjög jákvætt.

Það komu margir og fóru margir svo hópurinn er mjög breyttur, en mér finnst þessi hópur vera þannig að það er eins og þeir hafi verið saman í mörg ár. Það er í raun grunnurinn að öllu. Það gerist ekkert hjá liði nema þeir séu lið, séu samtaka, vinir, standi þétt við bakið á hvorum öðrum. Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi. Mér finnst ekki endilega að það hafi komið á annan tug leikmanna og á annan tug farið. “

Ítarlegt viðtal við Óskar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikkonan heimsfræga birti athyglisverða færslu eftir leik Arsenal – ,,Velkominn til baka“

Leikkonan heimsfræga birti athyglisverða færslu eftir leik Arsenal – ,,Velkominn til baka“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Jota hetjan í grannaslagnum – Óvæntur sigur Ipswich

England: Jota hetjan í grannaslagnum – Óvæntur sigur Ipswich
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Everton – Kelleher í markinu

Byrjunarlið Liverpool og Everton – Kelleher í markinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn
433Sport
Í gær

Nafn Gylfa áberandi í niðurstöðum úr leikmannakönnun

Nafn Gylfa áberandi í niðurstöðum úr leikmannakönnun
433Sport
Í gær

Svona lítur spá þjálfara, fyrirliða og formanna út – Titillinn aftur í Fossvoginn

Svona lítur spá þjálfara, fyrirliða og formanna út – Titillinn aftur í Fossvoginn
Hide picture