Á árlegum kynningarfundi fyrir Bestu deild karla í dag var sýnt frá niðurstöðum úr könnun sem gerð var á meðal leikmanna.
Spurningalistinn var skemmtilegur og kom ýmislegt áhugavert í ljós.
Hér að neðan má sjá spurningarnar og niðurstöðurnar.
Hver verður besti leikmaður Bestu deildarinnar 2025?
Gylfi Þór Sigurðsson
Hver verður markahæsti maður mótsins?
Patrick Pedersen
Hvaða leikmaður er erfiðasti andstæðingurinn í deildinni?
Gylfi Þór Sigurðsson
Skemmtilegasti völlur að spila á?
Kaplakriki
Erfiðasti völlur að spila á?
Víkingsvöllur
Hvaða lið mun koma mest á óvart?
Afturelding
Hver er besti leikmaður í sögu efstu deildar?
Óskar Örn Hauksson