Það eru ekki allir sem vita það að Hollywood stjarnan Anne Hathaway er mikill aðdáandi enska stórliðsins Arsenal.
Hathaway birti athyglisverða færslu á Instagram síðu sína í gær sem hefur fengið tæplega 700 þúsund ‘like.’
Hathaway var þar sjáanleg í treyju Arsenal en hún sá sína menn vinna Fulham 2-0 í ensku úrvalsdeildinni.
,,Velkominn til baka #7 – áfram Arsenal!“ skrifaði Hathaway við færsluna en hún var þarna að bjóða Bukayo Saka velkominn til baka.
Saka sneri aftur og skoraði í sigrinum í gær en hann hefur glímt við erfið meiðsli undanfarna mánuði.