Stuðningsmenn um allan heim eru steinhissa á því að James Tarkowski hafi ekki fengið beint rautt spjald í kvöld í grannaslag í Liverpool.
Tarkowski er leikmaður Everton sem spilar við Liverpool á Anfield en staðan er markalaus þessa stundina.
Tarkowski fór af alltof miklum krafti í miðjumanninn Alexis Mac Allister í fyrri hálfleik og fékk að launum gult spjald.
Flestir eru á því máli að þetta hafi alltaf átt að vera rautt spjald en atvikið má sjá hér.
Not quite sure how Tarkowski hasn’t been sent off here… 🤯 pic.twitter.com/3bUYx8gYuI
— EPL Bible (@EPLBible) April 2, 2025