fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
433Sport

Hverfandi líkur á að hann endi í Manchester United – Tvær ástæður fyrir því

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 16:00

Gyokeres Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkurnar á að Viktor Gyokeres fari til Manchester United í sumar fara minnkandi ef marka má enska miðla í dag.

Sænski framherjinn hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting í Portúgal og verið orðaður við mörg af stærstu liðum heims.

United er þar á meðal, en Ruben Amorim stjóri liðsins þekkir Gyokeres vel frá því hann var hjá Sporting.

Það er hins vegar ólíklegra að Gyokeres endi á Old Trafford. Spilar þar inn í að United er hikandi við að ganga að háum verðmiðanum sem Sporting hefur sett á hann.

Þá má búast við því að samkeppnin um hann verði hörð eftir að Arsenal setti Gyokeres efstan á sinn óskalista í kjölfar þess að Andrea Berta var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála þar á bæ.

Nú er talið líklegra að United snúi sér að Liam Delap, framherja nýliða Ipswich. Hann er fáanlegur á 40 milljónir punda í sumar ef liðið fellur, sem allt stefnir í, vegna klásúlu í samningi hans.

Delap gekk í raðir Ipswich frá Manchester City síðasta sumar og hefur skorað 10 mörk í ensku úrvalsdeildinni í fremur slöku liði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikkonan heimsfræga birti athyglisverða færslu eftir leik Arsenal – ,,Velkominn til baka“

Leikkonan heimsfræga birti athyglisverða færslu eftir leik Arsenal – ,,Velkominn til baka“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Jota hetjan í grannaslagnum – Óvæntur sigur Ipswich

England: Jota hetjan í grannaslagnum – Óvæntur sigur Ipswich
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Everton – Kelleher í markinu

Byrjunarlið Liverpool og Everton – Kelleher í markinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn

Fylkir framlengir við Daníel Þór og aðra efnilega leikmenn
433Sport
Í gær

Nafn Gylfa áberandi í niðurstöðum úr leikmannakönnun

Nafn Gylfa áberandi í niðurstöðum úr leikmannakönnun
433Sport
Í gær

Svona lítur spá þjálfara, fyrirliða og formanna út – Titillinn aftur í Fossvoginn

Svona lítur spá þjálfara, fyrirliða og formanna út – Titillinn aftur í Fossvoginn