Japhet Tanganga, fyrrum leikmaður Tottenham, grét fyrir sinn fyrsta leik fyrir félagið sem var gegn Liverpool.
Tanganga spilaði fyrir Tottenham frá 2009 til 2024 en hann er í dag á mála hjá Millwall í næst efstu deild.
Tanganga var 20 ára gamall er hann fékk tækifærið en hann er 26 ára gamall í dag og átti afmæli fyrir tveimur dögum.
,,Ég grét fyrir Liverpool leikinn þegar ég spilaði fyrst. Það voru gleðitár og þetta var bara aðeins of mikið,“ sagði Tanganga.
,,Ég hafði beðið eftir tækifærinu, pabbi hafði beðið eftir því og svo allt í einu gerðist þetta.“
,,Ef þú hefðir sagt mér viku fyrir leikinn að ég væri að fara að spila við Liverpool hefði ég hlegið.“