Liverpool vann grannaslaginn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en hörkuleikur fór fram á Anfield í Liverpool borg.
Everton kom í heimsókn og fékk sín tækifæri í fyrri hálfleik en aðeins eitt mark var skorað og það gerðu heimamenn.
Diogo Jota skoraði markið snemma í seinni hálfleik og tryggði sínum mönnum 12 stiga forystu á toppnum.
Manchester City vann sína viðureign gegn Leicester en Omar Marmoush var á meðal markaskorara gegn fallbaráttuliðinu.
Ipswich kom mörgum á óvart og vann lið Bournemouth á útivelli þar sem Liam Delap komst að sjálfsögðu á blað.
Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.
Liverpool 1 – 0 Everton
1-0 Diogo Jota(’57)
Manchester City 2 – 0 Leicester
1-0 Jack Grealish(‘2)
2-0 Omar Marmoush(’29)
Brighton 0 – 3 Aston Villa
0-1 Marcus Rashford(’51)
0-2 Marco Asensio(’78)
0-3 Donyell Malen(’90)
Bournemouth 1 – 2 Ipswich
0-1 Nathan Broadhead(’34)
0-2 Liam Delap(’60)
1-2 Evanilson(’67)
Newcastle 2 – 1 Brentford
1-0 Alexander Isak(’45)
1-1 Bryan Mbuemo(’66, víti)
2-1 Sandro Tonali(’74)
Southampton 1 – 1 Crystal Palace
1-0 Paul Onuachu(’20)
1-1 Matheus Franca(’90)