Rannsókn á andláti fyrrum ensks knattspyrnumanns hefur leitt í ljós vangaveltur um hvort ferill hans í íþróttinni hafi eitthvað með það að gera.
Trevor Whymark dó í október síðastliðnum, 74 ára gamall. Dánarorsök var berkjulúnabólga, elliglöp og eitilfrumukrabbamein.
Í yfirlýsingu rifjaði ekkja hans, Rita, upp að Whymark hafi verið þekktur fyrir hæfni sína til að skalla boltann á ferlinum.
Er því nú velt upp hvort það hafi haft áhrif á dauða hans. Sérfræðingur í þessum efnum segir ekki hægt að útiloka að það hafi átt einhvern þátt, í bland við náttúrulegar orsakir, eins og fram koma hér ofar.
Whymark lék fyrir Ipswich á blómlegum tíma félagsins, en hann skoraði 104 mörk í 335 leikjum og er sá þriðji markahæsti í sögu félagsins. Þess má geta að hann lék undir stjórn Sir Bobby Robson.
Whymark lék einnig með Grimsby, Southend, Colchester og Peterbrough. Þá lék hann einn landsleik fyrir Englands hönd.