Það er grannaslagur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en spilað er á Anfield í Liverpool.
Liverpool tekur á móti grönnum sínum í Everton sem eru um miðja deild og eru að berjast um lítið nema stoltið.
Liverpool getur náð 12 stiga forystu á toppnum með sigri en liðið hefur enn aðeins tapað einum deildarleik í vetur.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Liverpool: Kelleher; Jones, Konaté, van Dijk (C), Robertson; Gravenberch, Mac Allister; Salah, Szoboszlai, Luis Díaz; Diogo Jota.
Everton: Pickford; O’Brien, Tarkowski (C), Branthwaite, Mykolenko; Gueye, Garner; Alcaraz, Doucouré, Harrison; Beto.