fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Bað menn um að „fela typpið“ þegar Michael Jackson kom í heimsókn

433
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 11:30

Michael Jackson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur knattspyrnufélaga og þau sem þeim tengjast eru oft skrautlegir. Twitter-aðgangurinn The Upshot tók saman lista yfir umdeilda eigendur og furðusögur af þeim.

David Sullivan (West Ham)

Byggði upp klámveldi í Bretlandi með 150 kynlífsverslunum. Þá storfnaði hann einnig klámblöð. Sullivan eyddi 71 degi í fangelsi fyrir að lifa á „siðlausum tekjum vændiskvenna.“

Emma Benton-Hughes (West Ham)

Fyrrverandi eiginkona Sullivan og klámstjarna. Bróðir hennar stýrði aðdáendahópi hennar.

He Shihua (Zibo Cuju)

Bjargaði félaginu frá gjaldþroti. Setti sjálfan sig svo í treyju númer tíu og heimtaði að þjálfarinn skipti sér inn á í leik. Skömmu síðar lét hann þjálfarann velja vel þrekinn son sinn í leik. Zibo Cuju endaði á botni deildarinnar.

Mohamed Al-Fayed (Fulham)

Hann átti Harrods-verlslunina og var mikið úti á gólfi að reyna við viðskiptavini. Þá tróð hann peningum inn á föt starfsmanna. Árið 1999 heimsótti Michael Jackson leikmenn Fulham þar sem þeir voru inni í búningsklefa og þá sagði Al-Fayed við þá: „Felið á ykkur typpið drengir.“

Daniel Levy (Tottenham)

Sir Alex Ferguson sagði eitt sinn að það að semja við Levy væri sársaukafyllra en mjaðmaskiptiaðgerð hans. Eftir að Luka Modric var seldur til Tottenham frá Dinamo Zagreb spurði króatíska félagið hvort það gæti fengið fimm treyjur með nafni hans. Levy samþykkti en dró svo 50 pund af 20 milljóna punda kaupverðinu fyrir treyjunum.

Evangelos Marinakis (Nottingham Forest)

Lenti í vandræðum í Grikklandi þar sem hann var sakaður um að flytja inn heróin og að hafa áhrifa á úrslit knattspyrnuleikja. Hann var sýknaður af ásökunum um að hafa áhrif á dómara. Hann hélt því fram að hann hitti þá bara fyrir leiki til að óska þeim góðs gengis.

Eigandi listagallerís í Aþenu neitað einu sinni að selja Marinakis málverk. Tveimur dögum síðar réðust menn inn í galleríið og heltu jógúrt yfir málverkið.

Mike Ashley (Newcastle)

Einn frægasti eigandi allra tíma. Leiddist stundum á fundum og lagði sig undir borði. Hann neitaði að standa upp þar til einhver kæmi með áfenga drykki. Ashley hélt stundum drykkjukeppni á miðjum fundum. Eitt sinn ældi hann í eldstæði eftir eina slíka.

Sam Hammam (Wimbledon/Cardiff)

Þegar hann keypti varnarmanninn Spencer Prior 2001 lét hann klásúlu í samning kappans sem neyddi hann til að borða kindaeistu. Prior gerði það.

Charlie Methven (Sunderland)

Varð þekktur í þáttunum Sunderland til I die. Reyndi að hafa áhrif á tónlistina á heimavelli félagsins og líkja stemnigunni við „Rave á Ibiza.“ Methven sagði svo að fólkið í Sunderland vantaði viðskiptavitið sem fólkið í suðrinu hafði.

Stewart Donald (Sunderland)

Vann með Methven hjá Sunderland en var ekki eins áberandi. Á svipuðum tíma var hann að yfirgefa eiginkonu sína fyrir strippdansara sem hann hitti á strippstað í Southampton.

Nasser Al-Khelaifi (PSG)

Eftir tap gegn Real Madrid sagðist hann ætla að drepa einn þjálfara þeirra og sló símann úr höndunum á honum. Hann óð svo brjálaður inn í búningsklefa dómara

Roman Abramovich (Chelsea)

Það eru til margar sögur af Abramovich, enda þekkja hann flestir. Eitt sinn lét hann senda Sushi frá fínum veitingastað í London til Bakú í Aserbaídjan. Þetta kostaði 40 þúsund pund og er dýrasta ‘take-away’ máltíð sögunnar.

Todd Boehly (Chelsea)

Í kjölfar þess að Bandaríkjamaðurinn eignaðist Chelsea var eitt það fyrsta sem hann gerði að heimta að liðið spilaði 4-4-3 kerfi, sem auðvitað gengur ekki upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum