Aðeins 5 prósent leikmanna í Bestu deild karla starfa aðeins við fótboltann, eftir því sem fram kemur í könnun sem gerð var á meðal leikmanna deildarinnar.
Niðurstöðurnar voru birtar á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag, en þar kemur þó fram að 47 prósent leikmanna séu í námi með boltanum.
33 prósent leikmanna eru í fullu starfi með boltanum en 15 prósent í hlutastarfi.
Fleira áhugavert kom fram á fundinum. Til að mynda að 51 prósent leikmanna Bestu deildarinnar vildu helst spila á náttúrulegu grasi.
Þá vilja 70 prósent leikmanna fá VAR inn í deildina.