Eins galið og það kann að hljóma þá voru 40 þúsund manns mættir á heimavöll Trabzonspor í Tyrklandi í gær.
Aðalliðið var ekki að spila og heldur ekki varaliðið heldur U19 lið félagsins sem mætti U19 liði Inter Milan.
Um var að ræða leik í Meistaradeild yngri liða en spilað var í átta liða úrslitumn og lauk leiknum með 1-0 sigri heimamanna.
Það er alls ekki algengt að 40 þúsund láti sjá sig á leik hjá U19 liði en þetta hefur verið þvílík upplifun fyrir unglingana.
Hitinn var mikill í viðureigninni og fóru átta gul spjöld á loft en Inter klikkaði þá einnig á vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Trabzonspor er því komið í undanúrslit keppninnar en næsti leikur liðsins er gegn Salzburg frá Austurríki og er á útivelli.