Það eru flestir lesendur farnir að kannast við konu að nafni Wanda Nara en hún er á forsíðum margra blaða í hverri viku.
Wanda er ansi umdeild manneskja en hún er fyrrum eiginkona og umboðskona sóknarmannsins Mauro Icardi.
Icardi og Wanda eiga saman þrjú börn en þau skildu á síðasta ári og er sá fyrrnefndi kominn í nýtt samband og býr í Tyrklandi.
Nú er fjallað um það að Wanda hafi farið í nokkuð misheppnaða lýtaaðgerð en hún á að hafa látið stækka varirnar.
Myndirnar hafa vakið töluverða athygli en hún var í för með fjölskyldu sinni og voru þau saman á leik River Plate í Argentínu.
Dæmi nú hver fyrir sig en mynd af þessu má sjá hér.