Eins og margir vita þá hefur Dani Alves, fyrrum bakvörður Barcelona og Brasilíu, verið í töluverðu basli í einkalífinu undanfarna mánuði.
Alves var ákærður fyrir nauðgun á síðasta ári og þurfti um tíma að gista í fangelsi vegna þess – hann hefur í dag verið sýknaður.
Alves fékk þær fréttir fyrir aðeins þremur dögum síðan og fékk enn betri fréttir nú rétt eftir helgi.
Eiginkona Alves, Joana Sanz, hefur greint frá því opinberlega að hún sé ófrísk og á von á sínu fyrsta barni með goðsögninni.
Sanz var alltaf til staðar fyrir eiginmann sinn á meðan málið var í rannsókn en hann harðneitaði allri sök alveg frá byrjun.
Sanz hefur staðfest það að hjónin eigi von á stelpu á þessu ári en hún ætti með öllu að eiga í nóvember.