fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
433Sport

Amorim tjáir sig um sögusagnirnar í kringum Bruno Fernandes – „Ég er búinn að segja honum það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur blásið alfarið á orðróma um að fyrirliði liðsins, Bruno Fernandes, gæti farið til Real Madrid.

Slúðursögur hafa verið á kreiki um að Real Madrid sé að undirbúa risatilboð í þennan þrítuga Portúgala, sem er besti leikmaðurinn í slöku liði United um þessar mundir.

„Bruno fer ekki. Hann er þrítugur en er enn ungur, hann getur spilað yfir 50 leiki á tímabili,“ sagði Amorim um málið á blaðamannafundi.

„Svona leikmenn vil ég hafa. Einn daginn viljum við vinna ensku úrvalsdeildina aftur svo við þurfum að hafa okkar bestu leikmenn hjá okkur. Hann fer ekki neitt og ég er búinn að segja honum það.“

Fernandes gekk í raðir United árið 2020 og hefur verið lykilmaður allar götur síðan. Hann er samningsbundinn á Old Trafford í rúm tvö ár í viðbót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mikið áfall fyrir Arsenal þegar styttist í Real Madrid – „Þið getið ímyndað ykkur hvernig mér líður“

Mikið áfall fyrir Arsenal þegar styttist í Real Madrid – „Þið getið ímyndað ykkur hvernig mér líður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sláandi tölfræði fær stuðningsmenn United til að tala

Sláandi tölfræði fær stuðningsmenn United til að tala
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

40 þúsund manns létu sjá sig til að styðja unglingana

40 þúsund manns létu sjá sig til að styðja unglingana
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United vill fá 40 milljónir

United vill fá 40 milljónir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Elanga tryggði sigur gegn United

England: Elanga tryggði sigur gegn United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Hojlund á bekknum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Hojlund á bekknum
433Sport
Í gær

Sá fyrsti af þremur mikilvægum leikjum Íslands fer fram á morgun

Sá fyrsti af þremur mikilvægum leikjum Íslands fer fram á morgun
433Sport
Í gær

Risatilkynning frá Suðurlandsbraut

Risatilkynning frá Suðurlandsbraut
433Sport
Í gær

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum