fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
433Sport

Veðurfræðingur dregur í efa að menn hafi verið settir í hættu í Kópavoginum – „Það er mjög sjaldgæft“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. mars 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurfræðingur telur ekki að menn hafi verið settir í hættu með því að spila leik Breiðabliks og KA utandyra í gær.

Liðin börðust um titilinn Meistari meistaranna í karlaflokki, en Blikar eru Íslandsmeistarar og KA bikarmeistarar. Leikurinn fór fram á Kópavogsvelli, heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Mikið óveður skall á seinni partinn í gær og fóru leikmenn, þjálfarar og áhorfendur ekki varhluta af því. Rigning, rok og haglél dundu þeim og þá voru einnig þrumur og eldingar inn á milli.

Margir hafa sett spurningamerki við þá ákvörðun að spila leikinn í gær utandyra. Var þetta til að mynda tekið fyrir í Dr. Football og Þungavigtinni, tveimur af stærstu fótboltahlaðvörpum á Íslandi.

„Í lokin voru hörku þrumur og eldingar, leikmenn enn þá þarna úti. Ég vil aldrei stoppa leik en það er eitthvað við þrumur og eldingar,“ sagði Hjörvar Hafliðason til að mynda.

Jóhann Már Helgason og Arnar Sveinn Geirsson voru með honum í setti og telja að leikurinn hefði átt að vera færður inn í eitthvert knatthúsanna í nágrenninu.

„Nú erum við með húsin. Af hverju í ósköpunum var þessi leikur ekki færður inn þegar við sáum í hvað stefndi?“ spurði Jóhann áður en Arnar tók til máls. „Þessi leikur hefði aldrei farið fram í Bandaríkjunum, til dæmis.“

Kristján Óli Sigurðsson gagnrýndi einnig þá ákvörðun að spila leikinn utanhúss. „Það var verið að taka áhættu, það er ekkert flóknara en það. Fólk var rekið upp úr Salalauginni í gær. Það var galið að spila þennan leik þarna úti.“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sagði þá við Fótbolta.net eftir leik að litlu hefðu munað að leikurinn yrði færður inn. „Ég held við höfum verið einni eldingu frá því að vera flautaðir inn, en það slapp. Þetta leit ekkert sérstaklega út og endaði ekkert sérstaklega vel en miðjukaflinn var ágætur. Veðurspáin er búin að vera svona í nokkra daga og við vissum alveg hvað við værum að fara út í. Maður hefði viljað sjá leikinn færðan til þess að geta spilað í betri aðstæðum en það bara var ekki hægt. Þannig menn bara tækluðu þetta vel.“

Í samtali við 433.is í dag sagði Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði, að það fylgi því ansi lítil áhætta að spila utandyra á Íslandi í þrumum og eldingum.

„Ég dreg stórlega í efa að það sé hættulegt að vera á ferli í svona veðri. Það er fjöldi fólks í útlöndum sem er á ferli í eldingarveðrum sem eru miklu meiri en nokkurn tímann hjá okkur. Það er mjög sjaldgæft að menn verði fyrir eldingu,“ sagði Haraldur.

Hann telur að áhorfendur á leiknum í gær hafi ekki heldur verið í hættu. „Að því gefnu að áhorfendur sitji ekki í einhverjum rafmangsstólum sem eru beintengdir við einhvern eldingarvara held ég að það sé í góðu lagi,“ sagði Haraldur, léttur í bragði.

„Svo er völlurinn ofan í dal sem minnka líkurnar. Þetta var ekki augljós lífshætta,“ sagði Haraldur að endingu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Þungt högg í maga City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“
433Sport
Í gær

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“
433Sport
Í gær

Geta eytt á við stórliðin ef þeir komast upp á árinu – 36 milljónir í nýja leikmenn

Geta eytt á við stórliðin ef þeir komast upp á árinu – 36 milljónir í nýja leikmenn
433Sport
Í gær

Opna endursölutorg miða á EM

Opna endursölutorg miða á EM