Manchester United leiðir kapphlaupið um Hugo Ekitike, framherja Frankfurt, þrátt fyrir áhuga Arsenal. Mirror segir frá.
Ekitike er að eiga frábært tímabil með Frankfurt, en hann er kominn með 19 mörk í 39 leikjum í öllum keppnum.
Töluverður áhugi er því á þessum 22 ára gamla fyrrum leikmanni Paris Saint-Germain.
Ekitike hefur verið orðaður við Arsenal undanfarið en sem fyrr segir hefur United forskot. Spilar þar meðal annars í því að kappinn er stuðningsmaður Rauðu djöflanna.
Talið er að Ekitike kosti um 60 milljónir punda.