Manchester United er á meðal félgaga sem vilja austurríska undrabarnið Oghenetejiri Adejenughure í sumar.
Adejenughure er 18 ára gamall framherji og á mála hjá Liefering, B-deildarlið sem er í eigu Red Bull eins og systrafélagið Salzburg í efstu deild.
Einhverjir hafa talað um Adejenughure sem næsta Erling Braut Haaland, til marks um þær væntingar sem gerðar eru til hans.
Adejenughure hefur áður raðað inn mörkum fyrir yngri lið Salzburg og einnig heillað með yngri landsliðum Austurríkis.
United hefur undanfarið lagt áherslu á að fá unga leikmenn fyrir lítinn pening. Má þar nefna Chido Obi Martin og Ayden Heaven frá Arsenal, sem og Sekou Kone.
Það má þó búast við að samkeppni verði um Adejenughure í sumar, en AC Milan og Dortmund eru einnig á meðal áhugasamra félaga.