Marcus Rashford er byrjaður að njóta þess að spila fótbolta á ný eftir erfiða tíma hjá Manchester United.
Enski landsliðsmaðurinn segir sjálfur frá en hann skoraði tvö mörk fyrir Aston Villa í gær í 3-0 sigri á Preston í enska bikarnum.
Rashford átti erfitt uppdráttar á tímabilinu í Manchester og var því lánaður til Villa út tímabilið í janúar.
,,Þetta er frábær tilfinning, það er alltaf gaman fyrir framherja að skora mörk svo vonandi heldur þetta áfram,“ sagði Rashford.
,,Ég hef verið að koma mér í betra og betra stand og er að spila betri fótbolta síðan ég kom hingað. Ég missti af miklum fótbolta áður en ég kom hingað.
,,Líkamanum líður vel og ég er að njóta þess að spila fótbolta í dag.“