Fjölmiðlar á Spáni segja nær ómögulegt að Real Madrid kaupi Bruno Fernandes frá Manchester United vegna þess hversu mikið það myndi kosta.
Breska götublaðið Daily Star sagði Real Madrid undirbúa 90 milljóna punda tilboð í fyrirliðann á Old Trafford.
Fernandes er orðinn þrítugur og á rúm tvö ár eftir af samningi sínum við United. Portúgalinn hefur hins vegar verið langbesti leikmaður United á erfiðum tímum undanfarin ár, sérstaklega á þessari leiktíð, og vill því enginn missa hann.
Nú segja spænskir miðlar að Real Madrid myndi aldrei greiða 90 milljónir punda fyrir þrítugan leikmann, þó félagið væri vel til í að taka Fernandes ef hann væri fáanlegur á frjálsri sölu.
Fernandes gekk í raðir United frá Sporting árið 2020 og hefur verið lykilmaður allar götur síðan.