Lið Wrexham getur eytt mjög hárri upphæð næsta sumar ef liðið tryggir sér sæti í næst efstu deild Englands.
Fjallað er um málið í enskum fjölmiðlum en Wrexham er í baráttu um að komast úr þriðju deildinni í Championship.
Eigendur Wrexham eru forríkir en það eru leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney sem margir kannast við.
Samkvæmt enskum miðlum eru þeir að reka Wrexham með góðum árangri en félagið skilaði þó tapi upp á 2,5 milljónir punda á síðasta ári.
Það þykir vera mjög ásættanlegt og má liðið eyða 36,5 milljónum punda í leikmannakaup á næsta tímabili án þess að brjóta reglur.
Wrexham yrði því alls ekkert fallbaráttu fóður í Championship ef liðið tryggir sér sæti í þeirri deild og gæti eytt svipaðri upphæð og stærstu félög deildarinnar.