Bayern Munchen hefur staðfest það að maður að nafni Hiroki Ito sé fótbrotinn og spilar ekki meira á tímabilinu.
Um er að ræða öflugan varnarmann sem kom til Bayern í sumar eftir dvöl hjá Stuttgart í efstu deild Þýskalands.
Óheppnin hefur svo sannarlega elt Ito á tímabilinu en hann var að fótbrotna í annað sinn í vetur.
Ito braut bein í 3-2 sigri á St. Pauli um helgina en hann fékk tækifæri í byrjunarliðinu í þeim leik.
Þetta er mikið áfall fyrir leikmanninn sem og Bayern en hann hefur nú þegar misst af mörgum leikjum eftir fyrra fótbrotið.
Leikmenn eins og Alphonso Davies og Manuel Neuer eru einnig meiddir en þeir eru lykilmenn á Allianz Arena.