RB Leipzig hefur ráðið nýjan mann til starfa eftir að Marco Rose fékk stígvélið frá félaginu.
Rose var ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna Leipzig eftir slæmt gengi í vetur en liði situr í sjötta sæti.
Leipzig hefur aðeins unnið einn af síðustu sex deildarleikjum sínum en næsti leikur liðsins er gegn Stuttgart á miðvikudag í undanúrslitum bikarsins.
Maður að nafni Zsolt Low er tekinn við taumunum en hann er fyrrum aðstoðarmaður enska landsliðsþjálfarans Thomas Tuchel.
Tuchel réð Low sem aðstoðarmann sinn hjá PSG árið 2018 og fór síðar með honum til Chelsea og Bayern Munchen.