Kjaftasaga fór af stað um helgina í enskum miðlum um að Bruno Fernandes gæti yfirgefið Manchester United í sumar.
Daily Star segir Real Madrid undirbúa 90 milljóna punda tilboð og gæti það freistað United í ljósi þess að Fernandes er orðinn þrítugur og á tvö ár eftir af samningi sínum á Old Trafford.
Það yrði mikið högg fyrir United að missa Fernandes, en hann hefur staðið fyrir sínu í ömurlegu liði Ruben Amorim á leiktíðinni. Fyrirliðinn er með 16 mörk og jafnmargar stoðsendingar í 44 leikjum, en liðið er í 13. sæti.
Fernandes gekk í raðir United frá Sporting árið 2020 og hefur verið lykilmaður allar götur síðan.