Monchi, yfirmaður knattspyrnumála Aston Villa, hefur staðfest það að félagið gæti reynt að fá til sín Arda Guler í sumar.
Um er að ræða leikmann Real Madrid sem fær lítið að spila en hann er ein af vonarstjörnum Tyrklands.
Guler er mjög öflugur leikmaður en fær takmarkaðar mínútur á Spáni og gæti horft til þess að færa sig um set í sumarglugganum.
Leikmaðurinn er sjálfur ekki að horfa til Englands en hann vill sanna sig í spænsku höfuðborginni.
,,Ég þekki hann vel því allir yfirmenn knattspyrnumála hafa fylgst með hans ferli í Tyrklandi,“ sagði Monchi.
,,Hann er leikmaður sem tikkar í mörg box og gæti reynst öflugur kostur fyrir Aston Villa því við viljum leikmann í þessari stöðu.“