Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var getur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það var komið inn á landsleiki Íslands á dögunum, tvö slæm töp gegn Kósóvó. Kjartan fylgdi liðinu eftir úti á vegum Stöðvar 2 Sport. Strákarnir okkar hafa fengið mikla gagnrýni en í þættinum var reynt að týna til jákvæðu atriðin. Tveimur leikmönnum var hrósað, nýja landsliðsfyrirliðanum Orra Steini Óskarssyni og Þóri Jóhanni Helgasyni.
„Auðvitað fór mikill fókus á þetta fyrirliðaval og sá svaraði svaraði kallinu. Við getum sagt sem svo að það voru ekki bara þessi mörk, líka bara hvernig hann leiddi liðið áfram í pressu þó svo hún hafi verið óskaplega dapurleg, þá var það allavega hann sem tók af skarið, kemur ótrúlega vel fyrir og er bara frábær leikmaður,“ segir Kjartan.
Helgi hrósaði þá Þóri og tók Kjartan undir það.
„Hann var öruggur á boltanum og og tók ekki margar rangar ákvarðanir. En svo bara eins og við vorum að spila að þá þurfti hann yfirleitt að leita til baka, annaðhvort til hliðar eða til baka. Og endaði boltinn yfirleitt hjá Hákoni sem þurfti að setja langa fram og við þurftum að byrja upp á nýtt að verjast. En jú, hann var virkilega flottur,“ sagði Kjartan.
Nánar í spilaranum.