Brasilíska knattspyrnusambandið er búið að reka stjóra sinn Dorival Junior en þetta var staðfest í morgun.
Þetta er staðfest stuttu eftir tap Brasilíumanna gegn Argentínu en leikið var í undankeppni HM.
Brassarnir voru alls ekki heillandi í þeirri viðureign gegn grönnum sínum og töpuðu leiknum 4-1.
Brasilía verður því með nýjan landsliðsþjálfara þegar flautað er til leiks á HM 2026 á næsta ári.
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er orðaður við starfið sem og Jorge Jesus sem er hjá Al-Hilal í dag.