Orri Steinn Óskarsson er mögulega kominn í einhvern kulda hjá félagsliði sínu Real Sociedad.
Orri kom til Sociedad frá FCK í Kaupmannahöfn í fyrra og kostaði þá spænsku um 20 milljónir evra.
Íslenski landsliðsfyrirliðinn fékk ekki eina mínútu í dag er Sociedad vann 2-1 heimasigur á Real Valladolid en hann sat allan tímann á bekknum.
Möguleiki er á að Orri hafi einfaldlega fengið hvíld eftir landsleikjahlé en Mikel Oyarzabala byrjaði í fremstu víglínu.
Oyarzabal er spænskur landsliðsmaður og lék báða leiki Spánverja í Þjóðadeildinni á dögunum og stóð sig prýðilega – hann virtist ekki þurfa á hvíld að halda.
Uppfært:
Orri var að glíma við veikindi og gat því ekki tekið þátt í sigrinum í dag en hann hélt heimleiðis áður en flautað var til leiks.