Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var getur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Kjartan er á leið inn í sitt annað tímabil sem aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar og líður afar vel í því hlutverki.
„Þetta er náttúrulega miklu, miklu meiri vinna en að vera leikmaður, eins og ég vissi. Þetta er allan sólarhringinn nánast en ótrúlega skemmtilegt fyrir mig að fá þetta tækifæri strax. Bæði stórt félag og auðvitað Heimir og Stjáni Finnboga, þetta eru bara gaurarnir sem ég horfði upp til þegar ég var yngri. Þannig að þeir eru búnir að vera hérna, hann akkóderar við mig og hjálpar mér mjög mikið,“ sagði Kjartan í þættinum.
Hann var spurður að því hvort stefnan væri sett á að verða aðalþjálfari í framtíðinni.
„Ég held ég verði svona þjálfari eins og ég var leikmaður, ég nenni ekki að vera eitthvað á bekknum. Ég þarf að vera aðal. En ég geri mér grein fyrir því að maður þarf að læra fyrst og maður á helling eftir ólært og það er búið að vera nokkrum sinnum sem maður hefur verið einn með liðið og svo framvegis sem hefur hjálpað og gefur manni reynslu. En jú, að sjálfsögðu, í framtíðinni einhvern tímann að þá vill maður verða aðal. En en ég er ótrúlega sáttur þar sem ég er í dag og og það eru nokkur ár í það að ég sé tilbúinn í að vera aðalþjálfari hjá svona stóru félagi eins og FH,“ sagði Kjartan léttur.
Nánar í spilaranum.