Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var getur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það vakti athygli nýlega þegar FH-ingar sendu hálfgert varalið norður á Akureyri að spila við Þór í Lengjubikarnum og fóru Kjartan og aðalþjálfarinn Heimir Guðjónsson ekki með liðinu. Einhverjir gagnrýndu þetta.
„Við vorum að koma úr æfingaferð á þessum tíma, leikurinn var settur daginn eftir að við lendum. Við vorum búnir að spila við Viking, Vålerenga og Rosenborg á held ég átta dögum, og tveir af þeim voru ferðadagar. Svo áttum við að fara að fljúga eða keyra norður daginn eftir að við lentum úr æfingaferðinni. Maður þurfti að vega og meta. Við erum kannski ekki með stærsta hópinn, þannig að við ákváðum að passa upp á þá sem að voru búnir að spila mikið. Og við tókum þá ákvörðun. Ég held að leikurinn hafi farið 2-2, þannig að virðingin var ekki minni en það. Við vorum með mjög mjög fínt lið,“ sagði Kjartan um málið og hélt áfram.
„Þetta hitti nú bara þannig á að við vorum með Þór í riðli og leikum við Víkingi í riðli sem að síðan drógu sig úr keppni. Þetta er svona keðjuverkun sem að verður til þess að við erum að spila fyrir norðan daginn eftir að við lendum úr æfingarferðinni. En ég meina, það er ekki eins og við höfum farið norður með þriðja flokk og tapað sjö núll sko. Menn hefðu átt að væla aðeins meira.“