Luke Shaw, leikmaður Manchester United, er byrjaður að æfa á ný en þetta kemur fram í grein Athletic.
Athletic segir að Shaw hafi sést á æfingasvæði United á föstudag ásamt varnarmönnunum Harry Maguire og Leny Yoro.
Shaw hefur glímt við mörg meiðsli á sínum ferli en hann hefur ekki spilað mínútu síðan í desember.
Á þessu tímabili hefur leikmaðurinn aðeins leikið þrjá leiki vegna meiðsla og spilaði þá aðeins 15 sinnum á á síðustu leiktíð.
Hvort þessi 29 ára gamli leikmaður spili aftur á tímabilinu er óljóst en United gæti svo sannarlega notað hans krafta á lokametrunum í deildinni.