Kyle Walker hefur ekki áhuga á því að snúa aftur til Manchester City og vill halda áfram að spila fyrir lið AC Milan.
Calciomercato á Ítalíu greinir frá en Walker skrifaði undir lánssamning við Milan í janúar.
Milan má kaupa enska landsliðsmanninn fyrir fimm milljónir evra í sumar en óvíst er hvort félagið nýti sér þann möguleika.
Walker elskar lífið á Ítalíu og vill ekki snúa aftur heim þar sem hann yrði líklega varamaður á næstu leiktíð.
Walker verður 35 ára gamall í maí en hann hefur spilað níu leiki í öllum keppnum fyrir Milan.