Stefano Pioli er sagður ætla að yfirgefa lið Al-Nassr eftir aðeins eitt ár í Sádi Arabíu en frá þessu greinir blaðamaðurinn Gianluigi Longari.
Um er að ræða 59 ára gamlan Ítala sem mistókst að gera Al-Nassr að titilbaráttuliði á þessu tímabili.
Gengið undir Pioli hefur verið allt í lagi en hann hefur unnið 21 leik, gert sex jafntefli og tapað sex.
Cristiano Ronaldo og Sadio Mane eru á meðal leikmanna Al-Nassr og gætu þeir fengið nýjan stjóra á þessu ári.
Pioli er orðaður við endurkomu til heimalandsins og gæti tekið við stórliði Roma.