fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
433Sport

Svaf hjá klámstjörnu en vissi ekki að allt væri á upptöku – Vont varð verra þegar hún sagði frá þessu furðulega athæfi hans í svefnherberginu

433
Fimmtudaginn 27. mars 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Adrian Mutu er vægast sagt skrautlegur karakter. The Upshot rifjaði upp feril hans innan vallar sem utan.

Árið 2003 gekk Mutu í raðir Chelsea fyrir 15 milljónir punda. Rúmeninn byrjaði vel, skoraði 4 mörk í fyrstu 3 leikjum sínum. Svo skildi hann hins vegar við eiginkonuna og allt fór úrskeiðis.

Mutu fór að sofa hjá konum um allan bæ. Hann kom sér í fréttirnar þegar hann stundaði kynlíf með klámstjörnunni Laura Andresan. Það kom í ljós að hún var í samstarfi við rúmenskt götublað og var að taka allt upp.

Sagan fór eins og eldur í sinu um London. „Ég hef fengið nóg af stelpum. Það er kominn tími til að einbeita sér að fótbolta,“ sagði Mutu þarna.

Mutu fór hins vegar að djamma mikið og var frammistaðan á vellinum ekki góð. Í september 2004 var hann handtekinn eftir lögreglueltingarleik í Búkarest.

Chelsea hafði miklar áhyggjur af stöðu mála og lét leikmanninn taka þvagprufu. Þar kom í ljós kókaínnotkun. Mutu hélt því fram að hann hafi tekið kókaín til að bæta frammistöðuna í svefnherberginu.

Enska knattspyrnusambandið tók þá afsökun ekki gilda og setti hann í sjö mánaða bann. Chelsea rifti í kjölfarið samningi hans,

Þá steig klámstjarnan Andresan fram á ný og bauð upp á nákvæma lýsingu af kvöldi þeirra saman. Hún segir hann hafa „sogið blóð sitt eins og vampíra“ eftir að hún skar sig við að skera ávexti.

Chelsea átti þarna eftir að kæra Mutu fyrir brot á samnngi. Dómari skipar honum að greiða félaginu 15 milljónir punda sem félagið keypti hann á til baka auk ársvirði af launum. Mutu barðist af krafti gegn þessu og fór með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu.

Hann gafst ekki upp á ferlinum og raðaði inn mörkum fyrir Fiorentina, áður en hann var dæmdur í sjö mánaða bann þar líka fyrir eiturlyfjanotkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Þungt högg í maga City
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“
433Sport
Í gær

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“