Liverpool ætlar að vera með í baráttunni um Alexander Isak, framherja Newcastle í sumar, og gæti sent tvo leikmenn á móti upp í kaupverðið á honum.
Isak er einn heitasti framherji heims, en hann er með 23 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni það sem af er.
Hefur hann verið orðaður burt, til að mynda til Arsenal, Barcelona, Paris Saint-Germain og Liverpool.
Nú segir Talksport að Liverpool skoði þann möguleika að reyna að senda varnarmennina Joe Gomez og Jarrel Quansah til Newcastle, upp í kaupverðið á Isak, en hvorugur er í stóru hlutverki á Anfield.
Newcastle hefur áður sýnt leikmönnunum áhuga og sér Liverpool þetta því sem möguleika á borðinu.
Það hefur verið talað um að kaupverðið á Isak sé um 150 milljónir punda fyrir sumarið.