Stuðningsmenn Chelsea hafa valið besta byrjunarlið liðsins í sögunni í tilefni því að félagið átti nýlega 120 ára afmæli.
Mörg þekkt nöfn eru á þessum lista en aðeins þrír af þeim eru ennþá að spila í dag.
Það eru þeir Cesar Azpilicueta, N’Golo Kante og Thiago Silva en enginn af þeim leikur með Chelsea þessa stundina.
Menn eins og Eden Hazard og Didier Drogba fá pláss í sóknarlínunni og er Petr Cech í markinu.
Aðrir leikmenn eru John Terry, Ashley Cole, Claude Makelele, Frank Lampard og Gianfranco Zola.
As voted by Chelsea fans, here is your Team of 120. 🫡#CFC120 pic.twitter.com/uiZyF4N7If
— Chelsea FC (@ChelseaFC) March 25, 2025