Trent Alexander-Arnold fær ekki að halda númeri sínu, 66, eftir að hann gengur í raðir Real Madrid.
Bakvörðurinn er á leið frítt til Real Madrid er samningur hans hjá Liverpool rennur út í sumar. Hann hefur verið orðaður við spænska liðið lengi og virðist samkomulag nálgast ef marka má fjölmiðla ytra.
Trent er uppalinn hjá Liverpool og bar númerið 66 á bakinu er hann kom inn í aðalliðið ungur að árum og hefur hann haldið því allar götur síðan.
Reglur La Liga á Spáni herma hins vegar að það þurfi að skila inn 25 manna leikmannahópi þar sem leikmenn bera númerin 1-25.
Reglurnar hvað þetta varðar á Spáni eru fremur strangar og verða markverðir að vera í 1, 13 eða 25. Sem stendur er aðeins 12, 24 og 25 laust hjá Real Madrid, þó það gæti auðvitað breyst eitthvað í sumar.