Arsenal á að ráða sænsku goðsögnina Zlatan Ibrahimovic sem nýjan yfirmann knattspyrnumála.
Þetta segir Anders Limpar, samlandi Zlatan og fyrrum leikmaður Arsenal. Vill hann sjá félagið ráða Zlatan í það starf sem Edu sagði lausu í vetur.
„Zlatan Ibrahimovic er guð. Ég myndi elska að sjá hann leysa Edu af. Það yrði draumur,“ segir Limpar um Zlatan, sem nú er í starfi á bak við tjöldin hjá AC Milan.
„Hann er algjör sigurvegari. Hann myndi aldrei hætta fyrr en hann væri búinn að sigra. Hann myndi taka Arsenal á næsta stig,“ segir Limpar enn fremur.
Limpar var á mála hjá Arsenal frá 1990 til 1994.