Paul Parker, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur sent pillu á ungstirni liðsins, Alejandro Garnacho.
Garnacho er ein af vonarstjörnum United en hann er ansi óstöðugur á velli og á bæði mjög góða og mjög slæma leiki.
Parker segir að Garnacho verði að hætta að hugsa um það að verða næsti Cristiano Ronaldo sem er einn besti leikmaður sögunnar.
,,Við getum ekki haldið áfram að fela okkur á bakvið það að Garnacho sé ungur, hann er ekki það ungur lengur,“ sagði Parker.
,,Hann er að verða 21 árs gamall og áður en hann veit af þá er hann orðinn þrítugur. Hann þarf að skilja það að byrja að sanna eigin gæði.“
,,Hann er ekki að spila eins og fullorðinn maður og hagar sér ekki þannig, hann þarf að líta í spegil og hætta að hugsa um að verða næsti Ronaldo. Hann mun aldrei verða það.“