Það eru margir sem muna eftir konu að nafni Ivana Knoll en hún gerði allt vitlaust á samskiptamiðlum árið 2022.
Hún var kölluð ‘kynþokkafyllsta konan í Katar’ en hún er harður stuðningsmaður Króatíu og sá sitt lið spila á mótinu.
Knoll starfar sem fyrirsæta en hún er nú komin í nýtt starf og gerir það gott sem plötusnúður.
Knoll hefur sjálf staðfest að um sé að ræða starf sem hún hefur mikinn áhuga á og reynir að taka að sér sem flest gigg og mögulegt er.
Hún er aðallega að bjóða upp á bókanir í Þýskalandi en hefur einnig spilað nokkrum sinnum annars staðar í Evrópu.
Myndband af henni spila má sjá hér.
View this post on Instagram