Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að Lionel Mesi er lang launahæsti leikmaðurnn í MLS deildinni í Bandaríkjunum.
Messi er af mörgum talinn besti leikmaður sögunnar en hann spilar með liði Inter Miami.
Argentínumaðurinn þénar 15 milljónir punda fyrir hvert ár hjá Miami og er örugglega í fyrsta sæti listans.
Lorenzo Insigne hjá Toronto er í öðru sæti með 11 milljónir og er töluvert á undan þriðja manninum, Sergio Busquets, sem er liðsfélagi Messi.
Busquets fær sex milljónir punda á ári fyrir sína frammistöðu og er langt á undan Ferderico Bernardeshi sem er einnig hjá Toronro og fær 4,8 milljónir.
Emil Forsberg hjá New York Red Bulls klárar svo þennan topp fimm lista með 4,6 milljónir punda á ári.