Kristinn nýtti vettvang sinn á þinginu til að upphefja körfubolta á kostnað handbolta og sagði indverskt rottuhlaup vinsælla en það sem einhverjir kalla þjóðaríþrótt Íslendinga.
Sparkspekingurinn Mikael Nikulásson er einn af þeim sem gagnrýnir Kristinn. Tekur hann svo djúpt í árina að segja að hann eigi að segja starfi sínu sem formaður lausu þá þegar.
„Að einhver gæi sem er að taka við körfuknattleikssambandi Íslands, sem hefur aldrei unnið leik á stórmóti í sögunni, skuli dirfast að gera grín að handbolta. Hann á bara að segja af sér strax. Þetta er eitthvað mesta fail sem ég hef séð. Ég trúði þessu ekki þegar ég sá þetta, þvílíkur vitleysingur,“ segir Mikael í Þungavigtinni.
Töluverð umræða hefur verið um samfélögin í kringum helstu boltaíþróttirnar hér á landi undanfarið, en fótboltalandsliðsgoðsögnin Kári Árnason skaut á handbolta á dögunum einnig.
„Það er fyndið að lið sem er að tapa á móti Kósóvó og deild sem er 85 prósent útlendingar sé að gera grín að handbolta. Handbolti er flaggskip Íslands. Heyrið í mér þegar körfuboltinn er búinn að vinna einn leik á stórmóti, eða þegar handboltinn fer niður í C-deild eins og fótboltinn,“ segir Mikael enn fremur.
Það vill oft gleymist að indverskt rottuhlaup er helvítis íþrótt 🐀
Hvað sem því líður þà breytir það ekki þeirri staðreynd að þetta er einhver slakasta sigurræða sögunnar pic.twitter.com/WVXiZOEC3F
— Stymmi Klippari (@StySig) March 23, 2025