Það er ekki rökrétt að bera ungstirnið Lamine Yamal við Lionel Messi en þetta segir liðsfélagi þess spænska, Frenkie de Jong.
Yamal er einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims í dag og spilar stórt hlutverk með Barcelona og spænska landsliðinu aðeins 17 ára gamall.
Messi er eins og flestir vita fyrrum leikmaður Barcelona en hann er af mörgum talinn sá besti í sögunni.
,,Ég er ekki á því máli að þið eigið að bera hann saman við Messi því sama hvaða leikmann þú tekur fyrir, hann er ekki í sama gæðaflokki,“ sagði De Jong.
,,Ég held að fótboltinn muni aldrei aftur fá leikmann eins og Messi.“