Enska úrvalsdeildinn hafnaði beiðni Liverpool um að færa leik liðsins gegn nágrönnunum í Everton fram um einn dag.
Liðin mætast á þriðjudag í næstu viku en Liverpool bað samkvæmt Daily Mail um að hann færi fram á mánudag. Hefði það nýst báðum liðum þar sem næsti leikur Everton þar á eftir er gegn Arsenal í hádeginu 5. apríl og næsti leikur Liverpool 6. apríl gegn Fulham.
Úrvalsdeildin hafnaði hins vegar beiðninni með þeim rökum að í núgildandi áætlun þarf hvorugt lið að spila leiki með minna en 60 klukkusunda millibili.
Liverpool er svo gott sem orðið Englandsmeistari á meðal Everton er í 15. sæti en siglir lignan sjó.