fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Ísland í C deildina eftir slaka frammistöðu gegn Kósovó

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. mars 2025 18:58

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland 1 – 3 Kósovó
1-0 Orri Steinn Óskarsson(‘2)
1-1 Vedat Muriqi(’35)
1-2 Vedat Muriqi(’45)
1-3 Vedat Muriqi(’79)

Ísland mun spila í C deild Þjóðadeildarinnar á næsta ‘keppnistímabili’ í þeirri deild eftir tap gegn Kósovó í kvöld.

Ísland tapaði fyrri leiknum við Kósovó 2-1 á fimmtudag en byrjaði leik kvöldsins afskaplega vel og komst yfir eftir aðeins rúmlega mínútu.

Orri Steinn Óskarsson skoraði þá fyrir okkar menn eftir hornspyrnu en hann gerði einnig eina mark Íslands í fyrri viðureigninni.

Mark Orra dugði hins vegar alls ekki til en maður að nafno Vedat Muriqi skoraði þrennu fyrir Kósovó í leiknum og tryggði sínum mönnum öruggan 3-1 sigur.

Ísland var alls ekki sannfærandi í þessum leik og átti í raun lítið skilið en lék þó manni færri alveg frá 68. mínútu.

Aron Einar Gunnarsson hafði komið inná sem varamaður í hálfleik en fékk tvö gul spjöld á stuttum tíma og var sendur í sturtu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
433Sport
Í gær

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina